Gátlistar menntastefnu er vettvangur þeirra starfsstaða sem vilja styðja við framtíðaráherslur menntastefnu Reykjavíkurborgar til 2030 með því nýta gátlista sem sjálfsmats/innra mats tæki til að meta hvernig gengur að efla áhersluþætti stefnunnar.
Meginmarkmiðið með notkun gátlistana er að skapa umhverfi og aðstæður á starfsstöðum sem stuðla að og styðja grundvallarþætti stefnunnar, félagsfærni, sjálfsefling, læsi, sköpun og heilbrigði.
Auk gátlista um félagsfærni, sjálfseflingu, læsi, sköpun og heilbrigði eru gátlistar um innra mat og mannauð sem einnig styðja vel við áhersluþættina fimm.
Starfstaðir skóla– og frístundasvið Reykjavíkurborgar geta nýtt sér rafræna gátlista menntastefnunnar með því að skrá sig inn hér til hægri.
Hér getur þú náð í gátlista menntastefnu Reykjavíkurborgar á prenthæfu formi ásamt leiðbeiningum, pdf skjöl:
- Gátlisti fyrir grunnskóla
- Gátlisti fyrir leikskóla
- Gátlisti fyrir frístundheimili og félagsmiðstöðvar
- Gátlisti um innra mat
- Gátlisti um mannauð
- Leiðbeiningar fyrir gátlista í pdf skjali
Hér getur þú horft á 5 kaflaskipt myndbönd sem útskýra hvernig gátlistarnir virka: Leiðbeiningarmyndbönd með gátlistum
Vantar þig aðstoð?
Við leggjum okkur fram um að veita sem bestar upplýsingar um þau mál sem kunna að koma upp á vefsvæði gátlista menntastefnunnar.
Þinn tengiliður er: sigrun.harpa.magnusdottir@reykjavik.is
Skráðu þig inn á vinnusvæði menntastefnunnar ef starfsstöðin þín er í Reykjavíkurborg.